Sumar-bækur

ArmannJakobs_Prestsetrid_FRONTAllir bókaormar vita hversu mikilvægt er að velja vel þær bækur sem fljóta með í fríið. Það er ekkert verra en að hafa nógan tíma en ekkert skemmtilegt að lesa. Þær tegundir bókmennta sem helst boða vor og sumar í bókbúðum eru ástarsögur eða krimmar. Talsvert er einnig um að út komi mannlegar, hlýjar skáldsögur þegar hlýna tekur í veðri. Gallinn er hins vegar sá að sumar slíkar eru fremur væmnar en aðrar of sorglegar. 

Svangur lestrarhestur getur þess vegna aldrei verið fyllilega fullviss um að finna einhverjar bækur falli akkúrat að hans smekk. Þá er gott að velja bækur eftir höfunda sem maður þekkir fyrir og veit hverju búast má við af. Sömuleiðis er gott ráð að grípa ofan í bókina á nokkrum stöðum og lesa tvær til þrjár málsgreinar. Ef þær lofa góðu er sjálfsagt að kippa henni með.

Ástarsögur vekja ævinlega áhuga fólks. Flestir geta sett sig í spor elskendanna og þekkja vel að stundum er ástin heit og hlý en stundum sár og köld. Ótal slíkar sögur hafa náð að fanga hugi fólks og eru löngu orðnar klassískar. Hér verða nefndar nokkrar þeirra og mælt með að enginn láti hjá líða að lesa sjálfur.

Hér á eftir fer listi yfir nokkrar nýlegar bækur sem eru fyrirtaks aumarbækur:

Sjaid_okkur_dansa_72pt

 

Læknir verður til eftir Henrik Geir Garcia

Sumarblóm og heimsins grjót eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur 

Prestsetrið eftir Ármann Jakobsson

Fiðrildafangarinn eftir Anne Cleeves, raunar allt eftir Anne Cleeves. 

Aðskotadýr eftir Unni Lindell

Helköld illska eftir Quentin Bates

Sjáið okkur dansa eftir Leilu Slimani. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband