Er ofbeldishneigð ættgeng?

Bölvunin eftir Christoffer Carlsson er óvenjuleg sakamálasaga að því leyti að glæpurinn og Bolvuninlausn hans eru ekki þungamiðja sögunnar heldur hvaða áhrif það hefur á nákomna og samfélagið þegar voðaverk er framið. Óveðursnótt eina kviknar í bóndabýli og þegar menn taka að skoða rústirnar finnst lík ungrar konu og réttarkrufning leiðir í ljós að hún var látin áður en eldurinn braust út og hafði verið myrt.

Ísak á náið og gott samband við Edvard móðurbróður sinn. Drengurinn lítur upp til eldra mannsins en þegar Edvard er sakaður um morðið á kærustu sinni og dæmdur í fangelsi fer veröld Ísaks á hvolf. Hvað ef hann er eins og móðurafi hans og Edvard, ofbeldishneigður? Er það bölvunin sem hvílir á fjölskyldunni?

Á sama tíma og Ísak vex upp með skarlatsrauðan staf á bakinu vegna gerða afans sem barði konuna sína og móðurbróðurins sem hugsanlega sína lætur málið Viðar Jörgensen lögreglumann ekki í friði. Honum finnst eitthvað vanta og þegar hann rekst á svipaða atburðarás í öðrum bæ opnar hann málið að nýju án þess að tala við yfirmenn sína.

Christoffer Carlsson er afbrotafræðingur og rithöfundur og velþekktur á báðum sviðum í Svíþjóð. Hann skrifar af ótrúlegri næmni og persónur hans eru eftirminnilegar og lesandinn á auðvelt með að fá samúð með þeim. Bölvunin er frábær saga og góð lesning í lok sumars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband