Kúvending á lífinu

imagesHafi einhver efast um að sá hópur útlendinga sem hingað flytja sé fjölbreyttur hópur er bókin, Þá breyttist allt, eftir þær Margréti Blöndal og Guðríði Haraldsdóttur nauðsynleg lesning. Ellefu manneskjur segja þar sögu sína og rekja ástæður þess að þær völdu að koma til Íslands og setjast að. Allt er þetta hæfileikafólk sem leggur mikið af mörkum til þess samfélags sem það býr í. Sum lögðu á flótta frá stríðsátökum, önnur komu af ævintýraþrá og enn önnur í leit að betra lífi og tækifærum sem ekki gáfust í heimalandinu. Þau eiga það hins vegar sameiginlegt að vera harðdugleg og tilbúin að leggja mikið á sig til að læra tungumálið og öðlast skilning á íslensku þjóðfélagi.

Það er gaman að sjá landið sitt og fólkið með augum nýbúa og stórkostlegt að vita að þau sem þarna tjá sig voru öll svo heppin að mæta velvilja og stuðningi frá þeim sem þau hittu fyrst við komuna hingað. Eiginlega er ekki hægt annað en verða snortinn og um leið hreykinn af því að enn séu svo margir á Íslandi tilbúnir að rétta ókunnugum hjálparhönd og taka vel á móti gestum hvaðan sem þeir koma. Bókin er veluppsett, vel skrifuð og athyglisverð. Þær Margrét og Guðríður eiga hrós skilið fyrir að finna þetta fólk og koma sögum þeirra á blað því þær eru fjölbreyttar og merkilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband