Bók handa skapandi börnum

Fyrir um það bil 500 árum var fólk læsara á myndir og tákn en texta og stundum finnst mér að Islensk_myndlist_72þeir tímar séu að renna upp að nýju með öllum þeim tjáknum, skammstöfunum og orðastyttingum sem farið er að nota í símaskilaboðum og tölvupóstum. Kannski er þetta til marks um að ritað mál sé á undanhaldi en þá ætti að felast í því tækifæri fyrir myndlist að ryðja sér fyrirferðarmeira rými í daglegu lífi. Ef svo er má segja að Margrét Tryggvadóttir hafi hitt á óskastund fyrir bók sína, Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina.

Það er frábærlega vel unnin bók. Umbrotið er fallegt, pappírinn veglegur, myndirnar vel valdar og textinn vandaður. Bókin er hugsuð sem inngangur að myndlist fyrir krakka og unglinga en er ekki síður áhugaverð fyrir fullorðið fólk. Hér er sagt í stuttu og skýru máli frá ýmsum aðferðum við að skapa list og fyrstu íslensku myndlistarmönnunum. Auðvitað var hér alla tíð fólk sem kaus að tjá sig í margvíslegri listsköpun, tréútskurði, smíðavinnu, myndskreytingum, vefnaði og útsaum og eflaust fleiri efni verið notuð til að skapa listfagra gripi. Þau sem sagt er frá í bókinni eru hins vegar fyrstu Íslendingarnir til að beinlínis mennta sig í myndlist og leitast við að gera hana að ævistarfi. 

Við þekkjum auðvitað þetta fólk, list þeirra er víða að finna í almannarýmum en hér er varpað ljósi á listsköpun þeirra og sagt stuttlega frá ævi þeirra. Þetta stórfín leið til að opna ungu fólki leið inn í listheiminn og gera þau læsari á myndmál, tákn, form og innihald myndverka. Margréti tekst einkar vel að gera hlutina aðgengilega og vekja til umhugsunar. Hún gerði þetta líka einstaklega vel í bók sinni um Kjarval og hér er komið frábært skref til að gefa skapandi börnum innsýn í sögu og möguleika myndlistar á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband