Upp komst um strákinn Tuma

Katrín Snæhólm klukkaði mig og nú verð ég að segja átta hluti um sjálfa mig. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að ég elska rauðan lit og dregst alltaf að honum hvar sem ég sé hann. Rauðir kjólar hafa sérlega tiltrekkjandi áhrif þannig að líklega er ég eitthvað skyld nautgripum nema að þeir þola víst ekki þennan lit. Ég er ótrúlegur sælkeri og stenst sjaldan sætindi. Af þessum ástæðum hef ég aldrei þorað að koma mér fyrir á krossgötum á gamlárskvöld og bíða álfanna. Það yrði þeim alltof auðvelt að freista mín til að segja eitthvað. Ég hef afspyrnu gaman af að baka en Höllu vinkonu finnst það skrýtið því hún eldar en bakar ekki. Ég syng ekki að minnsta kosti ekki í eyru þeirra sem mér þykir vænt um. Ég heillast af öllum loðnum dýrum en helst vil ég að þau séu með trýni og oddhvöss eyru sem undanskilur suma karlmenn úr þessari jöfnu. Ég er sílesandi. Ef ekki er óopnuð bók á náttborðinu fæ ég fráhvarfseinkenni og er ekki mönnum sinnandi fyrr en eitthvert lesefni er fundið. Ég þoli ekki Hómer Simpson og aðra heimska heimilisfeður í bandarískum sjónvarpsþáttum. Mér finnst leikfimi viðbjóðslega leiðinleg en er tilbúin að leggja á mig ómælt erfiði í fjallgöngum ef ég hef von um að sjá ársprænu steypast fram af kletti í fögrum fossi. Ég klukka Svövu systur, Elínu Arnar, Gurrí, Auði Evu, Zunzillu, Svartfugl, Heiðu Magg og Heiðu Þórðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Arnar

Damn! Steingerður! ég var að klukka þig rétt í þessu

Elín Arnar, 14.7.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er Tumi

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.7.2007 kl. 02:21

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svo er búið að klukka mig og nokkrar ótrúlegar játningar litu dagsins ljós, eins og t.d. að ég kann ekki að nota matarlím! Held samt að þú þurfir ekkert að finna einhvern annan ... ég skoraði bara á tvo sæta karla og lét það nægja. Ussssss

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 15:47

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er ég öllu vísari um konuna á bak við myndina

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband