17.7.2007 | 22:01
Heiður og sómi
Í dag leitaði til mín ungur maður og bað mig að lesa yfir bók eftir sig sem kemur út fyrir jólin. Hann langaði að biðja mig að segja einhver orð um bókina sem setja mætti á kápu. Engu var líkara þegar hann spurði en hann byggist við því að mér fyndist þetta eitthvert erfiði. Mér fannst mér aftur á móti mikill heiður sýndur og þetta gladdi mig mjög mikið. Nú bíð ég spennt eftir að fá bókina í hendur og geta lagst í lestur.
Athugasemdir
Gaman að þessu. Þú hefur sjálfsagt engu gleymt frá tímunum okkar í ritlistinni?
Hrannar Baldursson, 17.7.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.