Haustlægðarblús

Fyrsta almennilega haustlægðin gengur yfir landið og sumir hrista sig hraustlega og segjast aldrei láta veðrið hafa áhrif á sig. Ég er ekki svo stálheppin. Veðrið hefur mjög mikið að segja um hvernig mér líður. Stillt og bjart veður eykur mér orku og kraft og dimmviðri dregur úr mér. Haustlægðir eru fínar svo lengi sem ég get verið heima, kúrt mig undir sæng með góða bók og hlustað á regnið bylja á þekjunni. Ég þarf hins vegar að koma mér á fætur, dragnast út með hundinn og í vinnuna. Regnið og stormurinn missir einhvern veginn sjarmann þegar þannig er ástatt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband