Nú er ég reið!

Nú er ég reið! Að vanda fór ég út með hundinn í morgun og við urðum auðvitað forarrennandi blautar. Ég ætla svo sem ekki að fara óskapast út í almættið fyrir veðrið en þegar ég var rétt að koma að húsinu heima gerði ökumaður sér lítið fyrir og keyrði í veg fyrir mig á gangbraut og jós í leiðinni yfir mig ísköldu og drullugu vatni úr polli. Þetta var á gatnamótum Digranesvegar og Vallartraðar klukkan rétt rúmlega átta í morgun. Þarna er hraðahindrun og mjög auðvelt að stoppa. Þetta ljúfmenn kaus að gera það ekki þótt ég væri komin út á miðja gagnbrautina og í þann veginn að ganga í veg fyrir hann. Hann ók samt hiklaust áfram og ofan í poll við hraðahindrunina og ég fékk gusuna yfir mig. Þetta var eins og atriði úr bíómynd en ekki datt kvikindinu í hug að stoppa og athuga hvort ég væri í lagi. Maðurinn var á stórum svörtum jeppa og aftan á honum við skottið voru silfurlitaðir listar. Því miður þekki ég ekki Volkswagen frá vörubíl en ef þessi tiltekni ökumaður rekst inn á þessa síðu þá vil ég benda honum á að hann er skúmpoki (scumbag).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Kannski var hugurinn við eitthvað allt annað en við aksturinn. Að aka jeppa á malbiki er mikil kúnst. Þú getur þakkað fyrir að þið lentuð ekki undir bílnum.

Heidi Strand, 27.10.2007 kl. 10:10

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Taka niður númerið, hafa upp á eigandanum, heimsækja hann og lemja hann í klessu Þoli ekki svona rudda.

Eða vera klæddur góðum hlífðarfatnaði - sem er kannski einfaldara

Marta B Helgadóttir, 27.10.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Megi þessi skúmpoki fá þrefaldan þennan drulluskammt yfir sig næst þegar hann hættir sér út úr bílnum. Er öskureið fyrir þína hönd!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.10.2007 kl. 17:45

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jæja nú þarf að lesa nýjasta nýtt á minni síðu. Er nokkur leið að tæla konuna með í leshópinn?  

Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband