Ævintýri á gönguför

Við Freyja brugðum okkur í gönguferð við Rauðavatn í kvöld. Við höfum oft gengið þarna áður en þá oftast farið hringinn í kringum vatnið. Að þessu sinni uppgötvuðum við göngustíganet sem liggur upp í brekkurnar fyrir ofan vatnið og skemmtum okkkur konunglega þar. Freyja skondraðist við hliðina á mér kát og glöð í hálfrökkrinu og friðurinn var alger. Við heyrðum hvorki mannmál né umferðarnið og þess vegna brá mér illilega þegar ég tók skyndilega eftir því að gulu hundarnir voru orðnir tveir. Eitt augnablik datt flaug í gegnum hug mér að amöbur skiptu sér auðveldlega í tvennt og kannski hefði það hent þarna að tíkin mín hefði óvænt fjölgað sér á þennan nýstárlega hátt (þ.e. þegar spendýr á í hlut9. Það reyndist ekki vera því fyrr en varði birtist eigandi hins hundsins sem var íslenskur og kallaður Seifur. Við Freyja örkuðum áfram upp í hæðirnar en gríska hágoðið og eigandi þess héldu niður á við. Þegar kom að því að snúa til bak ákvað ég að prófa að ganga eftir öðrum stíg og sjá hvort það leiddi mig ekki niður að vatninu aftur. Ég arkaði af stað en stígurinn góði hlykkjaðist með undarlegum rykkjum og skrykkjum ýmist niður að vatninu eða aftur upp í hæðirnar. „Hafðu ekki áhyggjur Freyja mín, allar leiðir liggja til Rómar,“ sagði ég við tíkina en varð að játa skömmu síðar að ég hefði ratað á eina veginn í Evrópu sem ekki tæki fyrr eða síðar beygju að þeim áfangastað. Við gengum því rúmum tuttugu mínútum lengur en ætlunin var en Freyja var sko ekki að sýta það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er frekar fyndið. Ég fór í gönguferð með Vidda vitleysing (íslenskur hundur) m.a. niður að Rauðavatni í kvöld. Gengum síðan upp í gegnum undirgöngin og eftir göngustígnum fyrir neðan blokkirnar í Ásunum. Við leikskólann Rauðaborg gekk ég fram hjá nokkrum krökkum og ein stelpan sagði við einn strákinn: hei, sjáðu þennan hund. er hann ekki alveg eins og Seifur?

mail til þín. Velkomin í hópinn

Jóna Á. Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 00:14

2 identicon

haha ég var heillengi að velta því fyrir mér hvað það væri ef spendýr ætti í hlut 9 ...hélt að ég hefði misst af einhverju í barnaskóla eða einhverstaðar annarsstaðar á lífsleiðinni...svona getur maður verið

alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

póstur

Marta B Helgadóttir, 14.11.2007 kl. 00:52

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er rosalega fallegur staður, en því miður hef ég ekki farið þarna með Tinnu mína vegna fjarlægðar. Það er frábært hvað búið er að gera mikið af skemmtilegum gönguleiðum um borgina. Hins vegar liggur kort yfir stígana ekki alveg á lausu. Fann það á borgarvefnum en reyndist ógerningur að prenta það út. Vonandi verða þau almenningi aðgengleg.

Sigurlaug B. Gröndal, 14.11.2007 kl. 10:42

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir kvöldið. Alveg hreint fyrirtaks hugmynd

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:45

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir frábæran hitting

Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 12:45

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með að vera orðin bloggvinkona mín.  Hlakka til að kynnast þér

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband