Kosmísk kraftaverk

Fyrir tilstuðlan kosmískra krafta hitti ég nokkrar afbragðskonur á veitingahúsi í gær. Þær glöddu mig ósegjanlega hver á sinn hátt en þessi ólíki og einstaki hópur vakti hjá mig til umhugsunar um fegurð íslenskra kvenna. Ekki það að þær voru allar einstaklega laglegar og kertaljósin gerðu það að verkum að húðin ljómaði og það kviknaði ljós í augunum á þeim. Sú fegurð sem heillaði mig meira var innri styrkur þessara kvenna og ótrúlegur sköpunarkraftur. Þær höfðu allar horfst í augu við erfiðleika í sínu lífi og í stað þess að sýta örlög sín skapað úr þeim orku og kraft til góðs fyrir þær sjálfur og fjölskyldur sínar. Ef það er ekki fegurð þá veit ég ekki hvað fegurð er. Ég fór heim full af einstakri gleði og sú tilfinning hefur enst mér í allan dag. Húrra fyrir ykkur stelpur og haldið áfram að vera þið sjálfar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir yndislega færslu og frábært kvöld í gær.  Ég segi það sama. Ég var ofsalega glöð eftir gærkvöldið.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

íslenskt kvenfólk já takk

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já, þeir eru undarlegir þessir kosmísku kraftar! Var að hugsa á leiðinni heim - í rigningunni - hvað það í raun var skemmtilegt. Ekki að ég hafi ekki átt von á því. Það var bara skemmtilegra en ég átti von á

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir fallega færslu og frábæra samverustund.

Mikið er gaman að kynnast þér sjálfri líka og öllum hinum konunum. Mér finnst ég einhvernveginn eiga fleiri góða að, eftir þennan hitting.

Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 18:38

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh það var svooooo gaman!! Ég get ekki beðið eftir Tapas kvöldinu okkar :)

Heiða B. Heiðars, 15.11.2007 kl. 19:15

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er ekki bara rík kona ...ég er að verða andlegur auðkýfingur...hvað er það annað en auður......í krafti bloggkvenna....að eiga samverustund með frábærum konum og eiga vona á annarri bráðum??

Takk kærlega fyrir mig..og ég er sammála þér Steingerður ...þettu eru sko hörkukonur allar sem ein!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 21:24

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég finn mig alveg gersamlega útundan....vissi ekki af blogghittingi. Kannski er ég bara svona löt og ódugleg að blogga og ódugleg að kommentera. Sennilega bara. Skil hvað þið eruð að fara, kvennakraftur á góðri stund er ógnarkraftur og gefur manni næringu í langan tíma. Mig langar að vera með næst...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.11.2007 kl. 21:44

8 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þetta var kvöld hinna mörgu varalita. Merkilegt að hittast svona "face to face" - en við erum góðar einar sér - en auðvitað þá frábærar í hóp!  Takk fyrir mig.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 16.11.2007 kl. 13:23

9 identicon

Vá hvað þetta hefur verið gaman hjá ykkur

alva (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband