5.12.2007 | 10:12
Með kúkabrúnar hendur
Hafi ég einhvern tíma fullyrt að ég væri snillingur tek ég hér með aftur allar fyrri yfirlýsingar um snilligáfu mína. Ég verð einfaldlega að játa að sú snilld sem mér var gefin í vöggugjöf er fremur takmörkuð. Atvik sem henti mig í gærkvöldi vitnar um þetta, dæmið bara sjálf. Ég var að vinna á tölvuna í allt gærkvöld og þegar ég stóð upp fann ég að húðin á höndunum á mér var óvenjulega þurr og stöm. Ég fór því inn á baðherbergi til að leita að góðum handáburði. Ég fann ekkert slíkt en greip þarna kremtúpu sem ég sá í hálfgerðri þokumóðu (ég var gleraugnalaus)að á stóð einhver skrift og innihaldslýsing og moisterizer neðst. Þetta nægði mér og ég smurði þessu vandlega á hendurnar á mér. Í morgun áttaði ég mig svo á því að ég hafði borið andlitsbrúnkukrem dóttur minnar á hendurnar og þær eru núna viðbjóðslega kúkabrúnar en restin af líkama mínum jafnkrítarhvítur og venjulega.
Athugasemdir
Ég er í kasti, Steingerður, Ómædogg! Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að brúnkukrem þvoist ekki af
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 10:16
Dette var heldigvis ufarlig. Jeg hadde ville ha sett ansiktet ditt da du oppdaget dette.
Jeg våknet en gang med kraftig migrene og tok en tablett i halvmørke og uten briller. Hodepinen ble verre og neste morgen så jeg brettet med tabletter som skal minke blødninger. Jeg hadde tatt feil tablett.
I går satte jeg video med Sissel Kyrkjebø og Innerst i sjelen på blogget mitt og med oversettelse av første verset. Jeg ble bedt om hele teksten som jeg satte inn i morges.
Heidi Strand, 5.12.2007 kl. 10:45
Þetta er akkúrat svona atriði sem ég hélt að kæmi bara fyrir mig...knús á þig mín kæra.
Heiða Þórðar, 5.12.2007 kl. 13:58
Snillingur ertu, hefði samt getað verið verra. En hvernig er það losnaðir þú ekki við gleraugun?
Aðalheiður Magnúsdóttir, 5.12.2007 kl. 21:22
Já, þetta er sannarlega mér líkt. Ég losnaði ekki alveg við gleraugu. Ég þarf að nota gleraugu +1 á morgnana áður en augun ná að fókusera og á kvöldin þegar ég er þreytt. Ég nota gleraugun líka við vinnu á skjánum.
steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:03
Yndislegt!!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.12.2007 kl. 22:09
Ég get alveg séð þetta fyrir mér
Kolbrún Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 22:14
LOL - þetta er ótrúlega góð saga - enda ekki við öðru að búast frá svona snillu eins og þér.
Gúnna, 6.12.2007 kl. 00:20
þetta er týpískt fyrir snillinga
Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 17:55
snillingur.
Marta B Helgadóttir, 7.12.2007 kl. 00:45
Steingerður....þú ert alveg snilli
ALMA LILJA (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.