Sviptir allri skynsemi

Hvað er það sem gerir það að verkum að skynsömustu og velgerðustu menn missa alla dómgreind og rökhugsun þegar kvenréttindi ber á góma? Ég hef iðulega lent í umræðum við greinda, velmenntaða menn sem geta krufið alþjóðastjórnmál og hagkerfið til mergjar og fært ótal rök fyrir því að hlutirnir eigi að vera svona en ekki hinssegin en um leið og minnst er á að jafna þurfi hlut kvenna í valdastöðum tapa þeir sér. Einu rökin sem þá eru tiltæk eru að konur séu ekki að biðja um jafnrétti heldur forréttindi og í sumum tilfellum, því miður, þau að það eina sem kvenréttindakerlingar þurfi sé góður dráttur eða smáskammtur af nauðgun. Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja þetta. Gott dæmi um það sem ég er að tala um er færsla á bloggi ofurbloggarans Jens Guð. Hann hafði lesið frétt af þremur drengjum í Bandaríkjunum á aldrinum 9-11 ára sem dregið höfðu stallsystur sína 11 ára inn í skóg og með því að hóta henni að keyra grjóthnullung í höfuð hennar fengið hana til að afklæðast og einn drengjanna hafði nauðgað henni. Í stað þess að undrast að svo ung börn tækju upp á því að beita svo grófu ofbeldi hneyksluðust karlmenn sem kommenteruðu á því að talað væri um nauðgun í þessu sambandi drengirnir hefðu ekki hvolpavit. Einn gekk meira að segja svo langt að fullyrða að nauðgun væri sambland af ofbeldi og kynferðisathöfn. Nauðgun er ofbeldi, punktur og basta og hefur ekkert með kynferðisathafnir manna að gera. Þetta er ekki mín skoðun heldur hefur verið sýnt fram á þetta með ótal rannsóknum á sálfræði nauðgara. Það er ekki kynlífslöngun sem rekur þá áfram heldur þörf fyrirl að meiða, misþyrma og niðurlægja. Reiði er ríkjandi tilfinning í sál þeirra en ekki losti. Þess vegna velti ég fyrir mér hvaða tilfinning hafi rekið Gilzenegger áfram þegar hann mælti með því á blogginu sínu að femínistar yrðu beittir kynferðislegu ofbeldi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já kona spyr sig hvaða hvatir liggi að baki þessari heift.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 09:44

2 identicon

Nauðgun er ofbeldi og hatur í sinni verstu mynd. Hvernig ætli heimilismyndin sé hjá þessum drengjum fyrst þeim dettur svona hryllingur i hug . Og hvernig var uppeldið á Gilzenegger og öðrum þeim sem finnst í lagi að beita konu ofbeldi, maður bara spyr sig.

Það hafa börnin eftir sem fyrir þau er lagt , stundum óskar maður þess að þetta sé alls ekki satt .

Hildur Þöll (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Mikið er ég sammála þér, Steingerður mín. Ég hef ákveðna skoðun á því af hverju sumir karlmenn bregðast illa við ákveðinni umræðu, t.d. kvenréttindaumræðunni. Þá skortir rök og grípa því til ómálefnalegrar umræðu ef þeir telja að sér vegið. Þetta hef ég margoft upplifað þegar ég hef gagnrýnt karlmenn í ákveðnum hópum og uppskorið fúkyrðaflaum og persónulegar svívirðingar. Segi ekki meir - enda hátíð ljóss og friðar framundan.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 6.12.2007 kl. 11:32

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Heift í garð kvenréttindaumræðu er yfirleitt vegna einhverskonar minnimáttarkenndar held ég. 

Reiðir ungir menn sem fremja ofbeldisverk eins og nauðgun, það er sjúklegt. 

Marta B Helgadóttir, 6.12.2007 kl. 22:12

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þekki ekki þetta mál um nauðgunina, en hef grun um að samfélagsleg skilaboð og fyrirmyndir séu þarna sterkur áhrifavaldur.

Hef heldur ekki lesið blogg frá dreng sem kallar sig Gilzenegger, en finnst samt þetta tal um að taka fyrirtæki sem menn hafa stofnað og byggt upp frá grunni, og afhenda stjórn þeirra til einstaklings sem hefur það eitt fram yfir aðra að vera með brjóst og leg alveg arfa vitlaust og ekkert nema eignaupptöku að hætti gömlu ráðstjórnarríkjanna.

Konur eru konum verstar í jafnréttismálum, og fámennur vinstri öfgahópur er búin að vera að eyðileggja áratuga langa baráttu kynsystra, fyrir jafnrétti og skaða gagnkvæma virðingu kynjanna.

Margar konur eru frábærir stjórnendur og eru smá saman að taka við rekstri fyrirtækja og það sem er mikilvægara, eru að stofna fyrirtæki sjálfar.

Verði þessi óheilla stefna að troða í stjórnir fyrirtækja eftir kynjum, en ekki getu og hæfileikum ofaná, hlýtur að verða að tryggja karla inn í stjórnir þessara kvennafyrirtækja líka.

ÉG styð hins vegar heils hugar lög um að stjórnir opinberra fyrirtæki, spegli í réttu hlutfalli þjóðina eftir kynjum, aldri og uppruna.

Þá væri stjórn Landsvirkjunar kannski ekki í fílabeinsturni og R-Ú-V betur sett.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.12.2007 kl. 00:57

6 identicon

Sæll Þorsteinn Valur. Þú ert skynsamur og réttsýnn maður, eins og sést á blogginu þínu svo ég ætla sannarlega ekki að fara að kristna prestinn. Hins vegar snerist mín færsla alls ekki um tilefni skrifa Gilzeneggers ef það hefur verið sú staðreynd að femínistar vilji taka fyrirtæki af mönnum sem hafa byggt þau upp og afhenda þau konum. Ég hef hins vegar aldrei heyrt slíkan málflutning hjá nokkrum femínista. Ég veit þó að margar hafa kvatt til jákvæðrar mismununar gagnvart konum meðan við jöfnum valdahlutföll í samfélaginu. Jákvæð mismunun er mjög umdeild og það er skiljanlegt. Sjálf hef ég ákveðnar efasemdir um þá leið en verð, eins og aðrar konur, að velta fyrir mér hvað sé best sérstaklega í ljósi þess að stjórnendur fyrirtækja hafa játað (samanber Lars Engström) að ganga framhjá konum við stöðuveitingar vegna þess að ef þeim mistekst komi það niður á þeim sem þær valdi. En þetta er útúrdúr því það eina sem ég vildi fjalla um var hversu undarlega mér finnst margir karlmenn bregðast við umræðu um kvenréttindi. Þeir hætta að ræða málin á skynsamlegum nótum og grípa til fáránlegra röksemda sem ekki eru svaraverðar. Það er engu líkara en þeim finnist þeim ógnað. Það er líka staðreynd að femínismi virðist stærri synd í okkar samfélagi en rasismi því sá hópur sem þú kallar fámennan vinstri öfgahóp talar fyrir fleiri konur en þú getur ímyndað þér. Staðreyndin er sú að við erum margar sammála ýmsu sem þær segja í hjartanu þótt við þorum ekki að vera jafnherskáar þar sem við vitum hversu viðbjóðslegar árásir það hefur í för með sér. Færsla Gilzeneggers var bara eitt dæmi um það. Ég tel mig ekki öfgamanneskju en ég trúi að kvenréttindi séu mannréttindi og samfélagið verði aldrei réttlátt fyrr en fullu jafnrétti milli kvenna og karla sér náð.

Steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 17:16

7 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Fínar ábendingar hjá þér! Ég held að það sé rétt að mörgun körlum finnast þeim ógnað ef jafnrétti verið að veruleika. Þeir þurfa að gefa eitthvað eftir af því sem þeir hafa og líklega hafa ekki allir áhuga á því.

Valgerður Halldórsdóttir, 9.12.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband