22.1.2008 | 22:36
Öll dýrin í skóginum eru vinir
Mikið er ég ánægð með borgarstjórnina okkar. Þarna ríkir jöfnuður og eining umfram allt það sem fyrr hefur sést í íslenskum stjórnmálum. Þessar elskur ætla að skipta um meirihluta og hrókera fram og til baka allt kjörtímabilið þangað til allir hafa fengið að prófa borgarstjórastólinn. Þetta er einmitt það sem við erum alltaf að reyna að kenna börnunum okkur, að leyfa öllum að vera með og prófa líka. Já, öll dýrin í skóginum eru vinir.
Athugasemdir
Marta B Helgadóttir, 22.1.2008 kl. 23:00
Sé núna hvað þetta er nú fallega gert af þeim.
Held samt að best sé að banna borgarfulltrúum setu í Borgarstjórastól, ráða frekar í það starf á miðju kjörtímabili til 4 ára í senn.
Skapaði meiri festu og trúverðugleika, og ef stóri sleikjóinn er horfin hætta kannski börnin að slást og fara að leika.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.1.2008 kl. 08:13
Allir fyrir einn - ein fyrir alla...
Linda Lea Bogadóttir, 23.1.2008 kl. 15:49
hehehe góð!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 20:11
Heidi Strand, 23.1.2008 kl. 23:21
Kærleiksheimilið við Tjörnina. 356. þáttur.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.