Meistarar í ambögusmíð

Ég hef ákaflega gaman af ambögum. Hér má sjá nokkrar óborganlegar:

Þessi peysa er mjög lauslát.
Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi. (Geri aðrir betur.)

Hann sló tvær flugur í sama höfuðið.

 ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg.
Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér.
Ég er svo þreyttur að ég henti mér undir rúm.

Hann sat bara eftir með súrt eplið.
Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna.
Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast.
Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti.
Þar stóð hundurinn í kúnni. (Þar lá hundurinn grafinn. Þar stóð nífurinn í kúnni.)

Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra.

Svo handflettir maður rjúpurnar...
Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna.
Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi.
Betur sjá eyru en auga
Ég er alveg stein vöknuð!(eftir að hafa verið stein sofandi)
Ég er eitthvað svo sunnan við mig (sagt á Akureyri)
Það er ég sem ríð rækjum hér(að ráða ríkjum)
Ég er búinn að vera andvana í alla nótt
Róm var ekki reist á hverjum degi!( Sagði maður á Akureyri)

Vinsamlegast beinhreinsið vínberin (í jólauppskrift)
Lærin lengjast sem lifa (maður lærir svo lengi sem maður lifir)

Svo lengist lærið sem lífið (frá Akureyri)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta úr tilvitnanabók Rebbanna ?? Agjör snilld , ekki upp í kött á Nesi og ég ríð rækjum hér , verð að muna þetta . HAHAHAHAHAHA

Ætla að senda mömmu þetta

Hildur Þöll (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 15:34

2 identicon

Að klóra í bakkafullan lækinn.

Andri (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Buahaahahahhahahahaahah Þetta er alveg bráðsmellið! Svona ambögur eru alveg stórkostlegar. Það er eins og Bibba og Laddi hafi tekið sig saman þarna. Það er eins og krakkarnir sögðu forðum. "Það er of seint að barna brunninn þegar byrgið er dottið ofan í hann"!. Áttu ekki eitthvað meira af þessu, Steinka mín?

Sigurlaug B. Gröndal, 25.1.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ferlega fyndið ... þegar bullugum ratast kjaft um munn 

Marta B Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er alveg dásamlegt.

Mér dettur strax í hag Guðbjartur Jónsson sem rak Vagninn á Flateyri hér í eina tíð - fyrir ekki svo ýkja löngu samt. Hann varð landsfrægur fyrir heimasmíðuð máltæki og ég átti einu sinni bol sem á voru prentuð nokkur. Þessi eru einmitt í ætt við hans gullkorn. Ætli einhver hafi þau á hraðbergi? Mikið vildi ég sjá eitthvað af þeim aftur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.1.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Svona lagað er alveg óborganlegt! Svo lengi sem einhverjir gera sér grein fyrir að þetta séu ambögur. Sumir halda að þessu líkt sé rétt málfar.

Sigurður Hreiðar, 26.1.2008 kl. 12:03

7 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Snillingur ertu að muna þetta allt

Aðalheiður Magnúsdóttir, 26.1.2008 kl. 15:08

8 Smámynd: Hugarfluga

Beinhreinsið vínberin!!!! GARG!!!! ahahahahahaha

Hugarfluga, 27.1.2008 kl. 00:45

9 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Það er engu líkara en Bibba á Brávallagötunni sé endurfædd! Ég heyrði dagskrárgerðarmann á einhverri útvarpsstöðinni segja: "...og nú er það tónlistin sem ríður rækjum næstu klukkustundina." Sá ágæti útvarpsmaður hefur haft viðurnefnið "rækja" síðan.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 27.1.2008 kl. 14:50

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það eina og einasta sem ég hef neikvætt að segja um síðasta tbl. þitt er; stjörnuspáin mín var afleit.

Heiða Þórðar, 27.1.2008 kl. 19:35

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ha haha aha .......kom aftur til að hlæja meira

Takk fyrir mig.

Marta B Helgadóttir, 27.1.2008 kl. 22:23

12 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Yndislegt... elska svona fræðslu.

Linda Lea Bogadóttir, 28.1.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband