4.2.2008 | 10:19
Glæpir á glæpi ofan
Þá er Pressan búin og ég á eftir að sakna hennar. Þetta voru prýðisþættir en ég hafði reyndar giskað á hver var morðinginn og hafði rétt fyrir mér. Öðru máli gegnir hins vegar um dönsku þættina Forbrydelsen sem ég er svo spennt yfir að ég ræð mér tæpast. Þar er ég búin að forma fjórar kenningar um hver sé morðinginn og einn minna morðingja er dauður þannig að hann er úr leik. Nú er enn einn í sigt og það á eftir að koma í ljós hvort sá reynist sekur um annað en að vera persóna í þessum þáttum. En mikið skelfing er hann Lars Mikkelsen aðlaðandi maður. Persónulega tel ég hann bera af bróður sínum, Mads, eins og gull af eiri en sennilega eru ýmsir því ósammála. Mads býr auðvitað að því að hafa leikið í Bond-mynd.
Athugasemdir
Úff hvað ég er sammála þér þarna um Forbrydelsen.
Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 10:49
Eflaust er hann Mads myndarlegur, ég er samt hlutdrægur því ég er svona konu aðdáandi, líklega bara hörku lessa.
Hef heldur ekki þolinmæði í svona lönguvitleysu þætti, skelfilegur action maður.
En góða skemmtun, er ekki annars heitt súkkulaði bara málið.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.2.2008 kl. 13:48
Já ég er sammála þér á líka eftir að sakna pressunnar. Bráðum 11 ára heimasætan fékk að horfa á pressuna með okkur og lifði sig þetta líka inn í þættina og að þeir gætu verið íslenskir. Lifði sig það mikið inn í þá að hún svaf inni hjá mömmu og pa í nótt því hún var svo miður sín yfir að hafa séð Grétar hengdan. Barnið sem margoft sá Saddam hengdan í fréttum grét yfir örlögum Grétars og íslenskri mannvonsku í pressu.
En þættirnir góðir og vonandi framhald á næsta vetur.
Guðný Jóhannesdóttir, 4.2.2008 kl. 13:59
Pressan? hvað er nú það? einsog þú sérð horfi ég ekki mikið á sjónvarp.
Heiða Þórðar, 4.2.2008 kl. 22:37
Alveg sammála, Lars ber af
...er sjálf að fara á límingunum að fylgjast með þessum þáttum, ég er svo löt við að fylgja eftir svona löngum sjónvarpsþáttaröðum, ef þetta væri ekki svona einstaklega vandaðir þættir (og evropskir) væri ég fyrir löngu búin að gefast upp.
Marta B Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 23:25
Bæði Forbrydelsen og Pressa æðislegir þættir. Nú fara sunnudagskvöldin að verða tómleg, þegar báðar seríur hafa runnið sitt skeið á enda. Forbrydelsen er eins og annað danskt efni, að mínu mati, hreint út sagt stórkostlegt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:06
Mikið er ég sammála þér, Pressan var mjög skemmtileg en ég er samt að missa mig yfir Glæpnum. Ég sagði fljótlega að aðal aðstoðarmaður pabba myrti stelpurnnar, (mágur mömmunnar?) væri morðinginn en svo er ég alltaf að skipta um skoðun. Veit að rétti morðinginn finnst ekki fyrr en í síðasta þættinum. Danir fengu að spreyta sig og giska á einhverri netsíðu ... ég hef passað mig síðan þá að snúa ekki einu sinni höfðinu í áttina að Danmörku því ég vil ekki vita hver er sá seki.
Farðu svo að drífa þig upp á Skaga, snúllukrúttið mitt, og ekki væri leiðinlegt ef hún Svava systir þín kæmi með líka.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2008 kl. 19:21
Já, eru Lars og Mads bræður!!?! Hrekalega myndarlegir menn!
Hugarfluga, 6.2.2008 kl. 22:07
Á hvaða stöð eru þessir Pressuþættir? (..hef bara gamla góða RUV)
Marta B Helgadóttir, 6.2.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.