18.11.2008 | 15:26
Óbjörgulegar björgunaraðgerðir
Ég lofaði sjálfri mér fyrir nokkru að tala ekki um og hugsa ekki um ástandið í samfélaginu en nú er mér nóg boðið. Ríkisstjórnin kynnir björgunarpakka sem miðar að því að létta greiðslubyrði heimilanna en það eina sem hann felur í sér er gálgafrestur þannig að við verðum að gera svo vel að vinna fram í andlátið ef við ætlum að ljúka við húsnæðislánin okkar. Við verðum ellilífeyrisþegar sligaðir af skuldum og vanlíðan. Okkur er einnig boðið að gefast upp, missa húsnæðið í hendur ríkisins og gerast leigjendur hjá hinu opinbera án þess að nokkrar bætur komi fyrir eignamissinn. Fólk sem átti í fasteign sinni nokkrar milljónir sér að baki þeim en fær að leigja sitt eigið húsnæði. Hverslags rökleysa er þetta? Allt vegna þess að tíu litlir bankastrákar fengu að leika sér óáreittir af þeim yfirvöldum sem áttu að hafa auga með þeim. Og það allra besta er svo að Davíð einkavæðingarforkólfur sem seldi þeim bankana segist ekkert hafa gert á hluta neins heldur þvert á móti hafi hann staðið sem klettur í hafinu og reynt að stemma stigu við vitleysunni. Manni verður óglatt.
Athugasemdir
Ég er reglulega óánægð með Jóhönnu Sigurðardóttur núna!! Þetta er frestun á vandanum og engin hjálp!
Guðný (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:43
Gott ráð við ógleðinni sem er mjög skiljanleg er að koma saman með örðum sem líður eins.
Ef þú skráir þig hér www.borgarafundur.org þá færðu allar upplýsingar hvenær fundir eru og svona.
Ég hef bara verulegar áhyggjur af framhaldinu..held að ekkert okkar geri sér grein fyrir hvað það getur orðið vont. Við bara verðum að bregðast við og koma þessari óstjórn frá NÚNA!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 16:08
Ég segi bara - einn dagur í einu það er nóg...ég þori ekki öðru eins og staðan er og örugglega ekki fleiri heldur.
Þessar " úrbætur " ríkisstjórnarinnar eru hrikalegar í einu orði sagt, er ekki betra bara að taka mann af lífi strax, heldur en að vera að pína mann þetta. Ég er þannig þenkjandi að ég vil alls ekki ESB inngöngu eða IMF gjaldeyrislán , ég vil að landið verði lýst gjaldþrota og síðan byrjum við á núll punkti up á nýtt, með nýju fólki til að stjórna. Ég legg til Vinstri Græna, þar er minnsta spillingin held ég.
kærar kveðjur.
alva (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:42
Sammála þér og svo verðum við að koma Davíðsliðinu og litlu gulu hænuliðinu BURT. Það er mjög auðvelt að vera óglatt, sérstaklega eftir fréttir í kvöld
Sigurveig Eysteins, 18.11.2008 kl. 20:47
Amen!
Gúnna, 18.11.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.