Byrgismaður

Eins og alþjóð veit (eða a.m.k. þeir sem þekkja mig) þá er ég sjúk í krossgátu Morgunblaðsins og bíð titrandi af spenningi alla laugardaga eftir að fá hana í hendurnar. Aumingja blaðburðarbarnið hefur iðulega þjáðst af óstöðvandi hiksta seinni part laugardags vegna þess að mér er farið að lengja eftir Mogganum og vanda því ekki kveðjurnar. Ég ber samt enga ábyrgð á ástandi stúlkubarnsins í Bandaríkjunum sem þjáðst hefur af hiksta í á þriðja mánuð. Jæja þá er þessum gersamlega tilgangslausa inngangi lokið og ég komin að kjarna málsins. Í krossgátunni var sem sagt spurt um orð yfir friðil og vísbendingin sagði að hann tengdist þekktu meðferðarheimili. Svarið var sem sé byrgismaður. Þetta vissi ég og gat svarað umsvifalaust því sonur minn, sá gáfumaður, hafði rekist á þetta og ekki bara það heldur að Al Qaeda þýðir byrgi á arabísku. Hann er alinn upp af móður sinni og var því viss um það þetta væri engin tilviljun heldur ein af þessum vísbendingum sem alls staðar leynast í heiminum og enginn er fær um að lesa fyrr en of seint. Hann skrifaði um þetta langa og lærða athugasemd en bloggerinn neitaði að birta hana þannig að ég er ekki sú eina sem verð að þola ritskoðun hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með þér hér

Kveðja Alma

Alma Lilja (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Lifandis er þetta skýr drengur. Ég sé ýmsa hluti í nýju samhengi ............. Takk!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.2.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband