Einka Steinka

Ég velti því lengi fyrir mér eins og títt er um börn hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Lengi var ég sannfærð um að það myndi hentar mér einkar vel að verða spæjari eins vinkona mín Nancy Drew en hvarf frá því. Mig langaði ekkert til að verða hjúkrunarkona eins og Rósa Bennett og fann aldrei til löngunar að verða flugfreyja. Ég veit ekki af hverju það var því ríflega helmingur vinkvenna minna ætlaði að leggja fyrir sig annað hvort þessara starfa hins vegar fannst mér einhver ljómi yfir einkaritarastarfinu. Ég sá fyrir mér einhvern hjálparvana forstjóra sem treysti á mig í einu og öllu og að ég svifi tindilfætt inn á skrifstofu hans með hraðritunarblokkina í annarri hendi og kaffibolla í hinni. Ég óx upp úr þessu þótt hraðritunarblokkin hafi reyndar verið hluti af vinnu minni. Blaðamenn komast ekki langt án þess að geta skrifað mjög hratt. En núna dreymir mig um að verða forstjóri með einkaritara og ræstingakonu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Fegin að þú fórst út í blaðamennskuna

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 3.3.2007 kl. 19:14

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mig langaði alltaf að verða saumakona. Gat þó aldrei komið tauti við saumavélina hennar mömmu og prjónles varð að skúlptúrum úr prjónum og garni í höndunum á mér, - þannig að mér er þessi draumur minn hulin ráðgáta. Svo ætlaði ég að verða hótelstjóri. Ég hef eiginlega ekki alveg gefið það upp á bátinn...!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: Heidi Strand

Það er kalt og einmanalegt á toppnum! Mér dugar að stjórna heima þegar maðurinn er fjarverandi (og jafnvel líka þótt hann sé heima)

Heidi Strand, 4.3.2007 kl. 17:26

4 identicon

mikið værum við fatæk ef þú værir ekki blaðamaður    sivva

Sigurveig Eysteins (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband