Vísnabók barnanna minna

Aldrei of illa farið með góð börn

Alltaf þegar börnin mín halda að þau séu laus undan þeirri áþján að þurfa að þola kveðskap móður sinnar sendi ég þeim örlítinn glaðning. Þetta fengu þau í morgun.

Það var strákur í Timbuktú
sem átti aðeins eina kú.
Hann gaf henni gras
og eftir mikið bras
hann tók fyrir hana trú.

Það var stúlka sem átti kött
og elskaði Hróa hött.
Hún borðaði pítu
og hringdi í Rítu
og tilkynnti: Þú ert brött.

Lítið lát er á andagift minni þessa dagana. Þetta fengu börnin mín sent rétt í þessu.

Ef ég ætti að syngja þér söng
vetrar- og vorkvöldin löng.
Ég mundi það róma
að þú ert fegurst blóma
og alveg eins og Gunna stöng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Asskoti ertu frjó til heilans svona í morgunsárið! Hafragrautur?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mikil andgift hér á ferð, mig setur hljóðan

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.5.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband