Fjórir mánuðir fyrir ítrekuð brot

Jæja, þá er komið að því. Karlinn sem braust fjórum sinnum inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og barði hana sundur og saman fær fjögurra mánaða fangelsi. Reyndar var þetta átta mánaða dómur en fjórir voru skilorðsbundnir. Mér verður hreinlega óglatt þegar ég les um svona dóma. Hvað er að hér á landi? Ætla þeir að bíða eftir að hann drepi hana til að geta dæmt almennilega?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ætti að dæma svona fólk til að vera með ökklaband fram yfir afplánun og í sálgreiningu, gera kröfu um meðferð á skilorði og ef þátttaka ekki virk í meðferðinni þá sé skilorð álitið rofið..

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.4.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 3.4.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég las á góðu bloggi um daginn, hugmynd um, að nú væri kominn tími til, að konur, og eingöngu konur, taki að sér dómskerfið á öllum dómstigum, næstu tíu árin, eða þar til karlar eru farnir að skilja, að svona ofbeldi er,  tilraun til manndráps af ásetningi,  og þegar um ítrekuð brot er að ræða, hefur sálarmorð átt sér stað.   Og það skal dæma samkvæmt því. - Mér finnst þetta athyglisverð hugmynd sem vert er að velta út í þjóðarumræðu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.4.2008 kl. 02:01

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Lilja

Það eru konur á Alþingi, því flytja þær ekki breytingartillögur við löginn til að ná fram þyngri refsingum, það er rétti vettvangurinn, Dómarar eru bundnir af lögunum og með verulega takmarkað vald í raun.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.4.2008 kl. 20:46

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er sorglegt! Við sem samfélag erum að bregðast konunni svo lengi sem þetta viðgegnst.

Marta B Helgadóttir, 5.4.2008 kl. 23:33

7 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er í einu orði sagt hræðilegt. Hverslags skilaboð eru þetta sem verið er að senda út í samfélagið? Ótrúlegt!!!

Hugarfluga, 6.4.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband