7.1.2009 | 11:01
Mikilvægi undirfata
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.1.2009 | 11:40
Heilarandi og annað gott
Ég hef ekki bloggað ansi lengi og spyr bara eins og kerlingin forðum: Ætli ég hafi nú loksins lært að þegja? Nei, ég held varla. Hins vegar hrundi tölvan mín og enn er ekki útséð um hvort borgar sig að gera við hana eður ei. Ég hef því lítið getað farið á Netið nema hér í vinnunni og ekki gengur alltaf vel að stela stundum til að skrifa blogg meðan blaðið krefst þess að einhver skrifi það. Ég vil byrja á að óska öllum bloggvinum mínum gleðilegs árs og þakka þeim fyrir allar kveðjurnar sem sannarlega voru kærkomnar. Um daginn var ég svo að rifja upp þann forna sið að skilja eftir heilaranda í rólunni eða sætinu þegar maður stóð upp sem maður tíðkaði mjög hér á árum áður. Ég stóð sem sagt í þeirri meiningu að heilarandi væri einhver hluti heilans sem hefði þá náttúru að hann gæti stokkið úr höfði manns og litið eftir svo lítilvægum hlutum sem sætinu ef maður þyrfti að skreppa frá. Magga systir hélt að þetta væri heilarönd en það var ekki fyrr en við systur vorum orðnar ansi stórar og fullorðnar að við uppgötvuðum að það var heilagur andi sem beðinn var fyrir sætið en ekki hinn árvökuli heilarandi eða hin síkvika heilarönd. Ég vona hins vegar að heilarandar og heilarendur landsmanna megi virka vel á komandi ári ekki veitir af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)