Súr sigur

Vinstri menn eru teknir við borginni aftur. Margir fagna þessu og ég sem vinstri manneskja ætti að gera það líka en mér finnst eitthvert óbragð af aðdragandanum öllum. Kannski er það barnalegt en mér hefur alltaf fundist að vinstri menn ættu að vera hugsjónamenn sem vinna af heilindum að almannaheill og því yfir baktjaldamakk og valdagræðgi hafnir. Sigur Dags B. Eggertssonar er því súr í mínum munni en ekki sætur. Mér finnst líka að menn verði að velja sína meðreiðarsveina af kostgæfni og Björn Ingi ætti hvergi að vera í trússi þar sem heilindi eru höfð í hávegum. Ég sit því hér og velti fyrir mér hvort ekki hefði verið betra að hafa sjálfstæðismenn áfram við völd fremur en vinstri stjórn sem lituð er laumuspili og lygum manns sem tilkynnir veikindi á einum stað en mætir fílhraustur á annan til að svíkja fyrri samstarfsmenn.

Bloggfærslur 15. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband