Súr sigur

Vinstri menn eru teknir við borginni aftur. Margir fagna þessu og ég sem vinstri manneskja ætti að gera það líka en mér finnst eitthvert óbragð af aðdragandanum öllum. Kannski er það barnalegt en mér hefur alltaf fundist að vinstri menn ættu að vera hugsjónamenn sem vinna af heilindum að almannaheill og því yfir baktjaldamakk og valdagræðgi hafnir. Sigur Dags B. Eggertssonar er því súr í mínum munni en ekki sætur. Mér finnst líka að menn verði að velja sína meðreiðarsveina af kostgæfni og Björn Ingi ætti hvergi að vera í trússi þar sem heilindi eru höfð í hávegum. Ég sit því hér og velti fyrir mér hvort ekki hefði verið betra að hafa sjálfstæðismenn áfram við völd fremur en vinstri stjórn sem lituð er laumuspili og lygum manns sem tilkynnir veikindi á einum stað en mætir fílhraustur á annan til að svíkja fyrri samstarfsmenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr , eins og talað úr mínum munni , það er skítalykt af þessu öllu

Hildur Þöll (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sem VG-kona hefði viljað sjá kosningar, en það eru áhöld um hvort það sé tæknilega mögulegt út af kosningalögum.  Þekki það ekki.  Myndi ekki snerta Binga með töngum, ekki Villa heldur, reyndar.

En sjáum hvað setur.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 11:26

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Já hjartanlega sammála þér ! ... ég hefði viljað sjá Reykvíkinga fá að kjósa sinn eigin borgarstjóra úr því fór sem fór...

Linda Lea Bogadóttir, 15.10.2007 kl. 15:27

4 Smámynd: Heidi Strand

Sammála, Það er ekki meiru að bæta við.

Heidi Strand, 15.10.2007 kl. 22:11

5 identicon

Mér finnst þetta bara fínt. Ég er greinilega svona forhert. Allt er betra en íhaldið, ekki gleyma því. ;)

Svo er engin lagaheimild til að boða til aukakosninga í sveitarfélögum eins og hægt er að rjúfa þing.

Svala (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband