Tengur og tetur

Þessi frétt er reyndar öll undarlega orðuð en mér finnst orðasambandið tengur né tetur of gott til að láta það framhjá sér fara.
mbl.is Lipurtá fannst í Skutulsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegar dagbækur

Ég verð að benda ykkur á dagbækurnar frá Sölku, Konur eiga orðið allan ársins hring. Þær eru skreyttar myndum eftir konum, orðum kvenna og nöfnum merkra kvenna sem gengnar eru. Þetta eru óskaplega fallegar bækur sem gaman er að eiga og ég gaf öllum systrum mínum, bestu vinkonu minni, dóttur minni og tengdadóttur svona bók núna fyrir jólin. Þær eru á tilboðsverði núna og mér finnst að allar góðar konur eigi að fá að njóta þeirra.

Gamli strigabassi

Ég er nýskriðin upp úr flensu og er enn rám og sár í hálsinum. Maðurinn minn hefur lýst því yfir að þetta sé eins og að búa með Gunnari Birgissyni bæjarstjóra vorum og segir að um sig hríslist notalegur hrollur þegar drynjandi bassarödd konunnar hans berist um húsið. Yfirmaður minn í vinnunni stakk líka upp á því að hann færði mér heitt súkkulaði til að mýkja hálsinn og bæta hljóðin sem úr honum bárust. Karl minn hélt nú ekki. Röddin væri einstaklega aðlaðandi og hann myndi sko ekki gera neitt til að spilla henni. Núna kallar hann mig gamla strigabassa og glottir viðurstyggilega í hvert skipti sem ég rek upp hljóð. Ég vel því að þegja.

Bloggfærslur 13. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband