Forest Whitaker fær óskarinn

Ég sá myndina The Last King of Scotland í gær og var bókstaflega eins og kýld ofan í sætið á eftir. Myndin er mögnuð og Forest leikur þetta frábærlega. Ef hann fær ekki óskarinn fyrir þessa mynd skal ég éta hattinn minn. Ég var líka heilluð af James McAvoy sem lék Nick Garrigan. Persónan var það áhugaverð að ég fletti upp á Netinu í dag og komst að því að hún var ekki til í raunveruleikanum en var búin til af rithöfundinum Giles Foden sem hefur skrifað mikið um Afríku.

Stinningarlyf og sterar

Nýlega bárust af því fréttir að tollurinn náði að stöðva eitt mesta magn af sterum sem reynt hafði verið að smygla hingað og í gær var sagt frá því að stinningarlyf hafi verið stöðvuð á leið sinni bakdyramegin inn í landið. Það er alþekkt að steralyfjanotkun fylgja þær aukaverkanir að eistu karlmanna minnka og löngun þeirra til kynlífs sömuleiðis. Nú getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvort stinningarlyfið hafi verið ætlað steratröllunum.

Bloggfærslur 21. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband