Hrotið undir fyrirlestri

Ég brá mér á fyrirlestur í gær um aðferð í sálfræði sem kallast fókusing. Í lokin leiddi fyrirlesarinn okkur í gegnum slökunarferli þar sem við áttum að velta fyrir okkur hvernig tilfinningarnar sætu í líkamanum. Ég steinsofnaði og hrökk upp þegar ég var við það að byrja að hrjóta rétt um áður en fyrirlesarinn lauk slökuninni. Þegar hann síðan spurði hvort við hefðum fundið fyrir einhverju skammaðist ég mín ofan í skó og forðaðist að horfast í augu við hann. Það eina sem ég fann var blessað óminnið þegar hausinn byrjaði að dingla og ég að dotta.

Bloggfærslur 25. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband