... fyrst af öllu feitarpottinn og eitt kíló ...

Hvað ætli feitarpottur sé?


mbl.is Eldur í potti á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur í sókn

Eva Halldóra útskrifaðist stúdent á laugardaginn. Það var ekki laust við að mér súrnaði í augum, eins og Skarphéðni í brennunni forðum, þegar ég horfði á dóttur mína ganga yfir sviðið með stúdentsskírteinið sitt í höndunum. Það hitti mig einnig í hjartastað að sjá allar þessar stúlkur sitja á sviðinu. Að undanförnu hef ég verið að vinna að 19. júní og talað við tvær konur vegna þess. Önnur er 96 ára gömul og stóð á Austurvelli árið 1915 með móður sinni og fagnaði kosningarétti íslenskra kvenna. Hin er 88 ára og man eftir að hafa séð Ólafíu Jóhannsdóttur á götu í Reykjavík en sú var önnur tveggja kvenna sem fyrsta fengu að stunda nám við Menntaskólann í Reykjavík. Ólafía lauk reyndar ekki stúdentsprófi en það gerði hin. Báðar þessar fullorðnu konur lögðu áherslu á að menntun væri lykillinn að jafnrétti og báðar þráðu að læra meira en þær gátu leyft sér. Auk þess að vera í meirihluta stúdentsefna voru konur einnig í meirihluta afburðanemenda. Af tíu efstu nemendum við þessa útskrift Verzlunarskólans voru átta stúlkur og tveir drengir. Þetta er stórkostleg breyting sem vonandi veit á gott hvað jafnréttisbaráttuna varðar.

Bloggfærslur 29. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband