12.8.2007 | 17:24
Harry Potter kvaddur með söknuði
Ég lauk við síðustu bókina um Harry Potter í dag og úthellti ófáum tárum undir það síðasta. Ég viðurkenni að ég kveð þessa geðugu hetju með ákveðnum söknuði og finnst miður að eiga ekki von á annarri bók að ári. Það er eitthvað heillandi við galdrastrákinn og ævintýri hans og þótt ég viti að ég er ekki eina fullorðna manneskjan sem hefur ánetjast honum verð ég að viðurkenna að sú staðreynd að ég les hann af slíkri áfergju að ég gat ekki lagt bókina frá mér fyrr en hún var búin og að ég grét yfir örlögum aðalpersónanna segir mér að sennilega er eitthvað til í því þegar sonur minn segir mér að ég sé ekki nægilega þroskuð til að verða amma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)