Harry Potter kvaddur með söknuði

Ég lauk við síðustu bókina um Harry Potter í dag og úthellti ófáum tárum undir það síðasta. Ég viðurkenni að ég kveð þessa geðugu hetju með ákveðnum söknuði og finnst miður að eiga ekki von á annarri bók að ári. Það er eitthvað heillandi við galdrastrákinn og ævintýri hans og þótt ég viti að ég er ekki eina fullorðna manneskjan sem hefur ánetjast honum verð ég að viðurkenna að sú staðreynd að ég les hann af slíkri áfergju að ég gat ekki lagt bókina frá mér fyrr en hún var búin og að ég grét yfir örlögum aðalpersónanna segir mér að sennilega er eitthvað til í því þegar sonur minn segir mér að ég sé ekki nægilega þroskuð til að verða amma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sama hér, en ég er næstum viss um að sagan heldur áfram.  Það verður bara næsta kynslóð af krökkunum, spennandi viðfangsefni.  Veistu en mig grunaði allan tímann að málin væru einmitt svona með Severus Snape.  Ég viðurkenni alveg hiklaust að ég er Harrý Potter fan, og ég hef komið barnabörnunum og Guðssyni mínum til að lesa sögurnar um hann, því það er bara góður boðskapur í þessari sögu, sem er auðskilin bæði fyrir unga og aldna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég las bara fyrstu bókina um Harry Potter.....en hef séð allar myndirnar. Las líka ævisögu J.K Rowling þar sem mér finnst alltaf svo gaman að vita hvernig hlutir og hugmyndir verða til.  Það er nú bara ævintýri og töfrar út af fyrir sig hvernig hann Harry Potter varð til.  Nafnið hans er t.d tekið frá Potter fjölskyldunni sem bjó í sömu götu og rithöfundurinn. Fyrstu síðurnar eða sögurnar voru skrifaðar á minnisblöð og servíettur sem hún geymdi í skókassa og hugmyndina fékk hún dag einn þegar hún horfði út um eldhúsgluggann á litlu leiguíbúðinni við brautarstöðina þegar lestin renndi inn...

Það besta var þegar hún fékk loksins útgefanda sem sagði þessa fleygu setningu við hana þegar hún gladdist svo yfir að fá útgáfusamning..." Það verður enginn ríkur af því að skrifa barnabækur"

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 21:35

3 identicon

Er orðin amma  fæddur 12,  15 merkur og 50 cm, tala betur við þig í síma.

sigurveig (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 02:35

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Var að koma frá Lofoten og er allþreyttur!

Annars sammála! Ég elska ævintýrabækur og SiFi sem eru vel skrifaðar. Við = ÞÚ og ÉG verðum bara að slá saman hausum okkar og skrifa næstu ævintýrasögu sem kemur í stað H. Potter.

Það getum við auðveldlega Steingerður!

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 14.8.2007 kl. 20:31

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Alveg er ég sammála þér Geiri minn. Ekki skortir okkur ímyndunaraflið að minnsta kosti. En skemmtileg saga Katrín. Mér finnst almættið alltaf hafa lag á að láta hrokagikki éta ofan í sig yfirlætið. Ég vona líka að Ásthildur hafi rétt fyrir sér og við sjáum meira af Harry eða að minnsta kosti eitthvað nýtt og frábært frá J.K. Rowling.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband