Fremur lítið berjablá

Ég elska að fara í berjamó. Alveg frá því ég var barn og fékk í fyrsta skipti að henda mér niður á þúfu sem var krökk af berjum hef ég dýrkað ber. Það höfðaði strax til hóglífisseggsins í mér að sjá þessa ofgnótt af sætukoppum og vita að ég gæti tínt og borðað eins mikið og ég mögulega kæmi niður. Þess vegna hef ég hlakkað til þess í allt sumar að komast í ber í haust. Ég var viss um að eftir þetta mikla hlýindasumar myndu bíða mín stór og safarík ber um alla móa í stórum hrúgum. Annað hefur komið á daginn eða að minnsta kosti hér í nágrenni Reykjvíkur. Ég ætlaði að veltast rymjandi um móana meðan tíkin hlypi laus og frjáls í kringum mig en í Heiðmörk, við Hvaleyrarvatn, í hrauninu á Álftanesi og við Hafnarfjörð er sáralítið af berjum. Vissulega má finna nokkur ber á sumum þúfum en þetta er ekkert miðað við það magn sem ég átti von á og berin eru lítil. Í gönguferðinni í gær rakst ég á nokkrar sæmilegar þúfur og át af þeim en þetta var ekkert til að rýta af ánægju yfir.

Bloggfærslur 17. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband