26.8.2007 | 19:51
Grátur og gnístran tanna
Við Eva fórum og heimsóttum Gurrí í dag og þótt allir hafi verið hálfskælandi þegar heimsókninni lauk var þetta samt hin indælasta dvöl í Himnaríki. Ástæðan fyrir táraflóðinu var sú að Gurrí leyfði okkur mæðgum að horfa á Bridge to Terabitia og ég háskældi í lokin. Eva segir núna með karlmannlegri kokhreysti að hvorki hún né Gurrí hafi verið skælandi en ég er sannfærð um að ég heyrði fleiri sjúga upp í nefið en mig. Jónatan Livingstone mávur kom í heimsókn og Kubbur og Tommi tóku okkur afskaplega vel. Capuccinóið var indælt sérstaklega bollinn með kattarhausnum. Þannig að þetta var indæl eftirmiðdagsstund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)