Kippt inn í raunveruleikann

Undanfarna daga hef ég gengið um í einhvers konar ljóðrænni leiðslu. Allt sem ég sé vekur með mér hvöt til að reyna að lýsa því á hátíðlegan hátt með orðum. Sennilega er þetta haustið og haustlitirnir. Mér finnst dulúð alls staðar og eitthvað liggja í loftinu. Mér var hins vegar kippt allillilega inn í raunveruleikann í gönguferðinni í morgun þegar Freyja nýtti sér draumlyndi mitt og æddi á eftir ketti inn í runna. Ég var þessu ekki viðbúin þannig að ég hentist á eftir tíkinni og skall framfyrir mig. Til allrar hamingju var runninn nægilega sterkur til að bera mig þannig að ég lenti ekki með andlitið beint í moldina. En þetta nægði til þess að kenna mér að betra er að fylgjast með en að vera einhvers staðar í öðrum heimi.

Bloggfærslur 30. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband