Skaðræðisdýr

Stundum borgar manngæskan sig greinilega ekki. Að undanförnu hefur húsið okkar nefnilega verið fullt af geitungum og ég samviskusamlega veitt þá í glös og farið með þá út fyrir og sleppt þeim. Nú leikur hins vegar grunur á að bú reynist í strompnum því þeir koma í tugatali inn á baðherbergi gegnum viftugat sem liggur út í strompinn. Eva ætlaði sem sé í bað í dag og þá voru tveir geitungar þar á sveimi. Ég óð inn vopnuð glasi og tusku og ætlaði veiða greyin. Það skipti þá engum togum, þeir réðust á mig og náðu báðir að stinga mig í magann. Þetta var hræðilega sárt en ég hef fjórum sinnum áður verið stungin af geitungum og þá fann ég alls ekki svona mikið fyrir þessu. Ég er með stóra bólguhellu á maganum og fæ stingi í hana af og til. Ætli geitungastungur verði verri því oftar sem maður er stunginn?

Bloggfærslur 4. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband