Andað djúpt

Við Svava fórum í gönguferð með Freyju upp að Rauðavatni í stilltu, björtu veðri. Loftið var svo hreint og svalt að það bókstaflega fyllti mann orku. Ég var hálfþreytt og drusluleg þegar við lögðum af stað en tvíelfdist við gönguna. Eva mín varð tvítug í gær og hélt veislu hér í húsinu. Síðustu krakkarnir fóru um tvöleytið og þá fór ég að tína saman bjórdósir og glös og viðra bjórlyktina úr húsinu. Ég var líka að ráða krossgátu Moggans og þegar allt lagðist saman náði ég ekki að sofna fyrr en rúmlega þrjú. Ég var því svolítið rykuð í morgun þegar ég vaknaði klukkan hálfellefu. Já, það tekur á að eiga tvítuga dóttur og kannski hafa áfengisgufurnar í húsinu svifið á mig.

Af tímabærum og ótímabærum látum

Mikið kom það mér á óvart að Sir Edmund Hillary væri látinn. Ég hélt nefnilega að hann væri löngu dauður. Vonandi reynist fréttin rétt en ekki enn eitt dæmið um að fregnir af andláti manna séu stórlega ýktar. Þeir Mark Twain og Megas eiga það sameiginlegt að hafa þurft að senda tilkynningu í blöðin til að bera slíkar fréttir til baka.
mbl.is Edmund Hillary látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband