13.10.2008 | 09:55
Frábær Egill Helga.
Mikið var ég ánægð með Egil Helgason í Silfrinu í gær. Hann spurði einmitt þeirra spurninga sem ég vildi fá svör við. Það sló mig hins vegar að þegar Egill spurði Jón Ásgeir hvort hann væri ekki tilbúinn að leggja 100 miljóna íbúð sína í New York, snekkju og þotu inn hjá íslenska ríkinu til að bæta upp eitthvað af þeim fjármunum sem hafa tapast svaraði Jón Ásgeir því til að sagan myndi dæma hann og aðra útrásarvíkinga og leiða í ljós hvort nauðsynlegt hefði verið að yfirtaka Glitni. Ég velti því fyrir mér hvort dómur sögunnar yrði ekki mildari gagnvart Jóni Ásgeiri hvernig sem allt hitt mun metið ef hann skilar verðmætum af fúsum og frjálsum vilja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2008 | 09:49
Traust og vantraust
Við Magga systir fórum með mömmu á listsýningu í Gerðarsafni í gær. Þar eru nú til sýnis frábærlega fallegir listmunir frá Ekvador og hluti þeirra til sölu. Mitt í hruninu féllum við í þá freistni að kaupa glaðlegar og gullfallegar myndir frá þessu merkilega Suður-Ameríkuríki. Á leið heim til mín aftur sagði mamma: „Heyriði stelpur, við fengum enga kvittun fyrir kaupunum. Verðum við ekki að snúa við og fá eitthvað slíkt?“ „Nei, mamma mín,“ svaraði Magga. „Þetta er stofnun sem við getum treyst. Þetta er ekki banki.“
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)