Hamstrar og aðrir

Maðurinn minn er hamstur í eðli sínu. Það kom berlega í ljós í flutningunum þegar ég vildi henda og henda og gefa í Rauða Krossinn en hann hljóp á eftir hverju skriflinu á fætur öðru og dró það miskunnarlaust í búið aftur. Nú eru allar geymslur í nýja húsinu að verða fullar svo út af flóir af hlutum sem hann er viss um að ég muni einhvern tíma þarfnast eða börnin mín þrá heitar en nokkuð annað áður en yfir lýkur. Seint verður víst hægt að fá hamsturinn til að breyta kinnapokunum þannig að smátt og smátt munu sumir af þessum hlutum hverfa á meðan hann er úti á sjó.

Bloggfærslur 27. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband