Á flótta undan hugtökum

Ég las það áðan á visir.is að móðir stúlku sem varð það á að slasa kennarann sinn segði að dóttir sín hefði verið á flótta undan einelti þegar slysið varð. Ég skil ekki alveg hvernig fólk getur lagt á flótta undan hugtökum eins og einelti. Ég myndi sennilega hlaupa frá krökkum sem legðu mig í einelti en hvernig eineltinu geta vaxið fætur sem færir eru um að elta einhvern uppi eða reka hann á flótta með öðrum útlimum er mér óskiljanlegt. Getið þið lagt á flótta undan hugtökum?

Bloggfærslur 4. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband