Stór, stærri, útblásinn

Í Fréttablaðinu í morgun er moli undir Fréttir af fólki þess efnis að Birtingsmenn fljúgi út til Svíþjóðar í dag til að halda árshátíð. Starfsfólk væri fullt tilhlökkunar en þegar það rann upp fyrir mönnum að færist flugvélin þurrkaðist íslensk tímaritaútgáfa út í einu vetvangi var brugðið á það ráð að fljúga helmingnum á vit Svíaveldis á morgun. Það er langt frá því að ég óski Birtingsmönnum svo ills að einhver þeirra komi ekki aftur. Þar innan um að saman við eru fyrrum starfsfélagar mínir og vinir. En það er langt í frá að íslensk tímaritaútgáfa sé í stórhættu. Nefna má tímarit á borð við Uppeldi, Matur & Vín, hann/hún, Sumarhúsið og garðurinn, Eiðfaxi, Útivist og margt fleira sem ég man ekki í svipinn. Einhverju sinni heyrði ég það sagt um mann sem var nokkuð ánægður með sig að hann hefði útblásnar hugmyndir um sjálfan sig. Kannski á það við í þessu tilfelli og kannski er þetta bara dæmi um að maður talar vel um vini sína og reynir stundum að gera meira úr þeim en efni standa til.

Bloggfærslur 7. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband