Skondin orðatiltæki

Mamma er mikill orðasjóður og tjáir sig oft með miklum tilþrifum. Ég rak mig iðulega á það þegar ég var að vinna á Vikunni að orðatiltæki sem voru notuð á mínu æskuheimili voru ekki eins alþekkt og ég hélt. Prófarkarlesararnir höfðu aldrei heyrt sumt af því. Þar á meðal dettur mér í hug orðtakið að snapa gams. Mamma talaði oft um græðgi samferðamanna sem allt vildu gleypa en hugsuðu ekki um aðra og þá sagði hún jafnan: „Já, þeir vilja gína yfir öllu en aðrir mega snapa gams.“ Einhvern tíma notaði ég þetta í grein og einn prófarkarlesaranna kom til mín og sagðist hafa þurft að fletta þessu upp en ákveðið að láta það standa því henni þótti það svo skemmtilegt. Við vissum báðar að ekki myndu allir lesendur skilja hvað átt var við. Annað sem mamma hafði jafnan að orði einkum þegar hún var að fara úr húsum þar sem hún þekkti vel til var þetta: „Fylgið mér til dyra svo ég fari ekki með vitið úr bænum. Ég á nóg en þið megið ekkert missa.“ Eitt sinn færði hún syni mínum verkfærasett úr tré að gjöf og sagði um leið með ofurlítið meinfýsilegum glampa í augum: „Gefðu litlu barni hamar og öll veröldin verður einn stór nagli.“

Bloggfærslur 11. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband