14.5.2008 | 15:48
Skrýtin hugsun
Samkvæmt Magnúsi Þór Hafsteinssyni er sveitarfélagið á Akranesi svo illa statt að það getur ekki tekið á móti nokkrum palestínskum mæðrum sem þurft hafa að flýja ofríki Ísraelsmanna. Ef farið er inn á þessa síðuhttp://www.imemc.org/article/47404 má lesa um ástandið í al Waleed-búðunum og þær hörmungar sem konurnar þurfa að þola. En sennilega eru til Skagamenn sem líka hafa það skítt og hvers vegna þá að rétta fram hjálparhönd? Ef einhver hefur efast um í hverju stefna frjálslynda flokksins í innflytendamálum er fólgin þá hefur Magnús nú tekið af allan vafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)