19.5.2008 | 11:30
Hraðlestur er ekki alltaf til góðs
Ég var að ljúka við þá stórfínu bók Kuðungakrabbana í gærkvöldi og las síðustu blaðsíðurnar kannski svolítið hratt. Á einum stað var talað um róna í kirkjuskipinu og ég velti fyrir mér hvers vegna í ósköpunum menn fjarlægðu ekki rónann úr kirkjunni. Þar fyndist mér hann ekki eiga heima. Það var ekki fyrr en eftir tvær blaðsíður í viðbót að ég áttaði mig á því að þarna var verið að tala um ró þ.e.a.s. frið. Á greinilega ekkert erindi á hraðlestrarnámskeið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)