Misst'ann

Alþekktar eru ýkjur laxveiðimanna sem alltaf missa þann stóra en aldrei hefði mér dottið í hug að þessi árátta gripi mann þótt maður færi að blogga. Ég get nefnilega sagt ykkur að ég hef þjáðst af miklu andleysi undanfarið og ekki dottið neitt í hug að blogga um. Í gærkvöldi lá ég uppi í rúmi og var við það að sofna þegar ég fékk frábæra hugmynd að stórkostlegri færslu. Ég skrifaði hana í huganum og notaði flókið en ákaflega fallegt myndmál og þetta var orðin alveg snilldarpistill. Ég sofnaði út frá hugsunum um jákvæð viðbrögð ykkar bloggvina minna við þessum einstaklega skemmtilegu skrifum og vaknaði í morgun búin að gleyma öllu saman. Mér er gersamlega fyrirmunað að muna bæði um hvað ég ætlaði að skrifa hvað þá hvernig mér fannst heppilegast að setja það saman. Já, það er ekki einleikið með stórlaxana hvað þeim er lagið að sleppa.


Bloggfærslur 9. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband