18.7.2008 | 13:58
Æðruleysi og æruleysi
Við vorum að ræða um útvarpsmenn og hversu misjafnir þeir eru nú hér í vinnunni og þá datt mér í hug saga af þekktri útvarpskonu. Eitt sinn var hún með þátt í vikunni fyrir jólin og hringt var inn. Á línunni var maður sem sagði sínar farir ekki sléttar. Hann var að sjálfsögðu öryrki og illa staddur í lífinu og þennan dag hafði hann haldið af stað í bæinn til að kaupa jólagjafir og týnt veskinu sínu. Líkt og venjulega þegar veski týnast á Íslandi rétt fyrir jólin var aleiga hans í því. Útvarpskonunni gengu raunir mannsins að hjarta og hvað eftir annað æjaði hún og óaði meðan hann sagði söguna. Að lokum kvaddi hún manninn og sendi þessi skilaboð til hlustenda sinna: Ég vona bara að veskið finnist og ég bið skilvísan hlustanda að skila því nú inn. Það er svo agalegt að tapa svona ærunni rétt fyrir jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.7.2008 | 11:04
Heimur versnandi fer
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)