Ljómandi limrur

Börnin mín fá reglulega send frá mér SMS-skeyti með limrum sem ætlað er að uppfræða þau, uppörva og gleðja. Mér skilst hins vegar á þeim að það sé allur gangur á því hve vel inntakið skilar sér. Ég get því ekki annað en tekið undir með Benedikt Gröndal og sagt: Mitt er að yrkja ykkar að skilja.

 

Það var strákur í Timbuktú

sem átti aðeins eina kú.

Hann gaf henni gras

og eftir mikið bras

tók fyrir hana trú.

 

Það var stúlka sem átti kött

og elskaði Hróa hött.

Hún borðaði pítu

Síðan hringdi í Rítu 

Og sagði: Þú ert brött.

 

Ef ég ætti að syngja þér söng

vetrar- og vorkvöldin löng.

Ég mundi það róma

að þú ert fegurst blóma

og alveg eins og Gunna stöng.

 

Ertu ekki á því hissa

að Árna er verið að dissa.

Sá maður á þing

fer með swing

þótt niðru sig sé búinn að missa.

 

Ég frétti af því í gær

að þú værir með tíu tær

og vil þér segja

fremur en að þegja

að þá ertu fljúgandi fær.

 

Ég vildi þig trufla um stund

til að ræða aðeins þína lund.

Á morgnana urrar

og á kvöldin murrar

eins og snúið roð í hund.

 

Ég mun vera að farast úr leti

og það er ekki eins og ég geti

sagst hafa afrekað margt

og gert allt sem er þarft

og verið trúað sem nýju neti.

 

Viljir þú í útlit þitt spá

og hvað í fatnaði ekki má.

Þá vertu í stílnum

í vinnu og bílnum

og lestu tímaritið h.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband