Himnaríkisvist

Ég komst inn í Himnaríki í gær en hafði ef satt skal segja ekki gert mér neinar vonir um gullna hliðið lykist nokkru sinni upp fyrir mér. Ástæðan fyrir því hve leiðin var greið er sú að Gurrí mín, sem aldrei hefur mátt neitt aumt sjá án þess að vilja líkna, var við dyrnar en ekki hinn strangi Lykla-Pétur. Við Svava skelltum okkur sem sagt á Skagann og skemmtum okkur vel. Helen var með í för og varð sykurlaus á Kjalarnesi. Við keyrðum fullhratt það sem eftir var leiðarinnar við Svava til að komast í sjoppu og kaupa kók handa systur okkar sem datt út af og til í aftursætinu. En Gurrí var nú fljót að fá mann til að gleyma svoleiðis smáatriðum. Kaffið var frábært og félagsskapurinn fyrsta flokks en vinkona Gurrí kom einnig í heimsókn til að hleypa meira fjöri í umræðurnar. Við urðum líka meðal þeirra fyrstu sem heimsóttu nýtt kaffihús Skrúðgarðinn á Akranesi en þar er skemmtileg stemmning og innréttingarnar einmitt að mínum smekk. Það verður örugglega gaman að koma þarna í sumar því húsnæðið er svo bjart og skrúðgarður Akurnesinga fyrir aftan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það var svo gaman að fá ykkur!!! Takk enn og aftur fyrir komuna! Gleymdi að skila til þín kærri kveðju frá Silju Dögg sem vann einu sinni með okkur á Vikunni. Hún býr á Spáni með karli og guðdómlega fallegu barni þeirra ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vá, ég hlakka svoooooooo til að koma í Himnaríki, til Gurríar og í Skrúðgarð. Verður þú þar?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.2.2007 kl. 21:32

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það væri sannarlega gaman að hittast í Himnaríki. Ég læt þig vita næst þegar ég ákveð að fara á Skagann.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.2.2007 kl. 08:52

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Og svo vona ég líka, að Gurrí muni verða búin að taka við af þessum Lykla-Pétri þegar að okkur kemur að banka á stóru himnaríkisdyrnar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.2.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband