27.2.2007 | 09:38
Ét ofan í mig, ekki hattinn minn þó
Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifaði mér áðan svar við athugasemdum mínum við orð hennar í Silfri Egils. Hún sagðist hafa verið að tala um fréttamiðla en vita vel af okkur sem ritstýrum tímaritum og benti mér á að Steinunn Stefáns. er aðstoðarritstjóri en Þorsteinn Pálsson og Jón Kaldal aðalritstjórar. Því er það alveg rétt hjá Steinunni Valdísi að Sigríður Dögg er eina konan sem ritstýrir fréttamiðli. Ég ét því ofan í mig orð mín hér í fyrri færslu hvað borgarstjórann fyrrverandi varðar en stend við stóru orðin um almenna fordóma gegn tímaritum. Ég held að tími sé kominn til að menn átti sig á því að þar eru á ferð fjölmiðlar sem hafa mikið gildi og vægi þeirra er síst minna en annarra miðla þótt þau séu í flestum tilfellum skrifuð af konum fyrir konur.
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 10:53
Klapp, klapp
Alma Lilja (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:00
Ertu viss um að þú viljir ekki narta smá í hattinn þinn ?
Svava S. Steinars, 28.2.2007 kl. 00:32
Elsku Svava mín. Ég læt auðvitað sem mér sé það leitt að snæða hatta en í laumi ligg ég í hattaáti hvenær sem færi gefst.
Steingerður Steinarsdóttir, 28.2.2007 kl. 10:30
Þú endar með að ganga í Rauðhettukúbbinn.....
Guðný Anna (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:26
Moggabloggið vill mig stundum ekki; hef aldrei aðhyllzt samsæriskenningar, annars veit ég ekki hvernig mér liði...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:27
Ég er á því að maður eigi alltaf að taka öllum hlutum persónulega. Meira að segja því að það sé á tali hjá fólki þegar maður hringir í það og ganga um með látlausa höfnunartilfinningu.
Steingerður Steinarsdóttir, 1.3.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.