Þjóðkirkjan og snældusnúðurinn

Um daginn las ég bloggfærslu Bjarna Harðar. þar sem hann dáist að hófstilltu trúboði og ráðvendni þjóðkirkjunnar íslensku. Ég nenni svo sem ekki að elta ólar við hitt og þetta sem hefur misfarist hjá þeirri blessuðu kirkju en minni á að þegar prestar geta ekki setið á sátts höfði við sóknarbörn sín eða verða uppvísir af ýmsum brestum hafa þeir verið óþreytandi að minna á að mennirnir séu breiskir en stofnunin standi eftir sem áður óbrotin. Ýmislegt kann að vera til í því en við verðum að horfast í augu við að sífellt vaxandi hluti landsmanna vill ekki tilheyra þessari stofnun og kærir sig lítt um að halda henni gangandi með fjárframlögum. Í lýðræðisþjóðfélagi sem kennir sig við trúfrelsi er einnig beinlínis rangt að trúarstofnun skuli vera ríkisstofnun meðan önnur trúfélög njóta ekki sambærilegra kjara. Hins vegar reka forsvarsmenn kirkjunnar ævinlega upp mikið ramakvein þegar talað er um aðskilnað ríkis og kirkju og segja að verði skilið á milli þurfi menn að gera upp kirkjujarðirnar sem látnar voru ganga til ríkisins gegn því að það borgaði laun presta. Þetta hljómar einhvern veginn alltaf eins og hótun úr munni þeirra en ég skil ekki hvers vegna það þarf að vera vandamál. Jarðir eru metnar til ákveðins verðs og einhvern tíma hlýtur það að vera fullgreitt nema það gildi það sama um kirkjujarðir og snældusnúð kerlingar forðum sem reyndist Kiðhús dýr og þótti honum seint fullborgaður snúðurinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Svo má ekki gleyma því að eignarhald kirkjunnar á ýmsum jörðum var fengið með vafasömum hætti ... Á að verðlauna Þjóðkirkjuna í dag fyrir arðrán fyrri alda ?   Þjóðkirkjan birtist helst í fréttum þegar klerkar eru að deila við sóknarnefndir, þegar biskupar gerast fjölþreifnir eða þegar verið er að boða fordóma gagnvart ákveðinni kynhneigð.  Hófstillt trúboð og ráðvendni my ass !

Svava S. Steinars, 12.4.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband