19.4.2007 | 19:32
Lóan er komin
Gleðilegt sumar bloggvinir og aðrir landsmenn. Mikið var gott að koma út með hundinn í morgun og sjá hversu vorlegt var. Við gengum niður í Kópavogsdal og þar sá ég fyrstu lóurnar á þessu vori, heilan hóp af þeim reyndar. Mér finnst vorið aldrei vera almennilega komið fyrr en ég hef séð lóu og farið upp að Kleifarvatni í leit að blómstrandi vetrarblómum. Venjan var þegar börnin mín voru lítil að ég keyrði með þau þangað og við leituðum í klettunum að þessum fagurrauðu snemmsprottnu jurtum en nú er langt síðan að krakkarnir mínir hafa nennt í slíka leiðangra. Að því leyti er það sem sagt ekki gott að börnin manns vaxi upp nefnilega að það verður erfiðara að neyða þau til að gera eitthvað sem þau vilja ekki. Ég get hins vegar huggað mig við það að Svava systir er álíka biluð og ég þannig að ég dreg hana með mér um helgina í vetrarblómaleit.
Athugasemdir
Gleðilegt sumar sömuleiðis.
Hrannar Baldursson, 19.4.2007 kl. 19:47
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2007 kl. 20:09
Gleðilegt sumar! Vetrarblómin eru velkomnust allra blóma.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.4.2007 kl. 00:06
Sumargleði til þín....
..og vetrarblómanna. En hvað þetta er sæt venja.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 09:01
Gleðilegt sumar kæra bloggvinkona
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.