Hvernig sumir eru við suma

Í nýjasta tölublaði h-tímarits er viðtal við fjölskylduráðgjafann Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur um væntingar okkar og hvernig þær flækjast stundum fyrir í hjónaböndum. Jóhanna Guðrún er einstaklega skemmtileg kona og talar tæpitungulaust um hlutina. Hún er líka ein af þessum manneskjum sem maður skynjar ósjálfrátt að ber virðingu og umhyggju fyrir öðrum. Ég kunni afskaplega vel við hana og eftir að hafa skrifað viðtalið datt mér í hug saga af hjónum sem ekki voru sérlega samlynd. Karlinn var hinn versti durtur og hefði sennilega ekki þekkt rómantík þótt hún settist í fangið á honum. Konan hans kvartaði reglulega undan þessu og þá einkum því hversu langt að baki manni vinkonu hennar hann stóð að þessu leyti. Einhverju sinni fékk karl nóg leit á hana og sagði: „Ef sumir væru ekki við suma, eins og sumir eru við suma, væru sumir við suma eins og sumir eru við suma.“ Mikil speki leynist í þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha..fín lókik hjá karli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 10:37

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Þetta er greinilega áhugavert blað en hvar er það selt Gat ekki séð það í blaðastöndum hér, allavega hvorki í Nettó né Hagkaup

Aðalheiður Magnúsdóttir, 15.5.2007 kl. 17:21

3 identicon

Hæ hæ, Heiða, blaðið er á Essó-stöðvunum líka og það á að vera í Hagkaup. Það er einhver strákur sem sér um dreifingu fyrir okkur á Akureyri sem ég man ekki í svipinn hvað heitir en ég skal hafa upp á því. Þú getur líka kíkt á www.htimarit.is

steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 19:15

4 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

skoða vefsíðuna og kem svo við í esso

Takk fyrir þetta

Aðalheiður Magnúsdóttir, 15.5.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þetta fannst mér snilld. Blaðið er flott sem fyrr

Heiða Þórðar, 16.5.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband