Fimm skemmtilegar staðreyndir um bækur

paul-melki-bByhWydZLW0-unsplashDýrasta bók sem sögur fara af var seld á 30.8 milljón dollara. Það var dagbók Leonardo Da  Vinci með teikningum af ýmsum uppgötvunum hans og enginn annar en Bill Gates keypti.

Á ensku er til orð yfir að elska lyktina af gömlum bókum. Orðið er vellichor og við þurfum að fá íslenskt nýyrði yfir þetta mjög svo áhugaverða hugtak, enda er mjög líklegt að fólk eigi eftir að nota það í miklum mæli í daglegu tali.

Lengsta setning sem vitað er til að hafi verið rituð í nokkra bók er 823 orð. Hún er í Vesalingunum eftir Victor Hugo, auðvitað.

Þegar bókaútgáfa byrjaði óttuðust menn að sögur og annað ritað mál myndi draga ungdóminn frá vinnu og ala upp ónytjunga. Reynt var að takmarka aðgang manna að rituðu efni og fleira til að draga úr hættunni á þessu. Ef einhverjum finnst umræðan kunnugleg þá má nefna hið sama var uppi þegar útvarpið kom, svo sjónvarpið, næst tölvurnar og nú snjalltæki.

Það er líka áhugavert að þegar bókaútgáfa var að stíga fyrstu skrefin voru nöfn höfunda almennt ekki höfð á bókakápum. Menn töldu það aukaatriði en áttuðu sig svo fljótt á að lesendur voru líklegri til að kaupa ef þeir þekktu höfundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband